Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:48 Roger Federer fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2.
Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30