Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 14:17 Djokovic á fullu í morgun. Nordic Photos / Getty Images Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Djokovic vann á endanum sigur, 6-1, 6-3, 4-6 og 6-3, en tapaði um leið fyrsta setti sínu á mótinu. Fyrirfram var Hewitt ekki talinn líklegur til afreka enda hafði hann fallið ansi neðarlega á heimslistanum og fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu. Hewitt var fyrir rúmum áratug síðan í efsta sæti heimslistans en hefur lent í erfiðleikum með meiðsli síðustu árin. En hann sýndi sínar bestu hliðar á mótinu í Melbourne og lét Djokovic svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Viðureignin tók tæpar þrjár klukkustundir. Hann var gríðarlega vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Rod Laver-vellinum í dag en þó kom fáum á óvart að Djokovic bar á endanum sigur úr býtum enda hefur Serbinn átt gríðargóðu gengi að fagna síðustu misserin. Hann vann þrjú af fjórum stórmótum síðasta árs og skákaði þar með bæði Rafael Nadal og Roger Federer. Þetta var síðasta viðureign 16-manna úrslitanna og því ljóst hvaða keppendur mætast í fjórðungsúrslitum. Það hefur í raun fátt komið á óvart í karlaflokki, nema þá helst að Japaninn Kei Nishikori bar sigur úr býtum gegn Jo Wilfried-Tsonga frá Frakklandi sem var raðað inn sem sjötta sterkasta keppenda mótsins. Nishikori er fyrsti japanski karlmaðurinn sem kemst áfram í fjórðungsúrslit mótsins í meira en 80 ár. Þeir fimm sterkustu komust allir áfram í fjórðungsúrslitin en Nishikori mætir þar Skotanum Andy Murray sem lenti ekki í vandræðum í sinni viðureign í nótt þar sem andstæðingur hans, Mikhail Kukushkin frá Kasakstan, varð að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Staðan var þá 6-1, 6-1 og 1-0. Í kvennaflokki vakti helst athygli að Serena Willaims féll úr leik eins og lesa má um hér. Maria Sharapova komst einnig áfram eftir að hafa tapað fyrsta settinu fyrir Sabine Lisicki frá Þýskalandi. Fjórar sterkustu konur mótsins komust áfram í fjórðungsúrslitin sem hefjast á morgun. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24) Juan Martin del Potro, Argentínu (11) - Roger Federer, Sviss (3) Tomas Berdych, Tékklandi (7) - Rafael Nadal, Spáni (2)Fjórðungsúrslit kvenna: Caroline Wozniacki, Danmörku (1) - Kim Clijsters, Belgíu (11) Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) - Agnieszka Radwanska, Póllandi (8) Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2) Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Djokovic vann á endanum sigur, 6-1, 6-3, 4-6 og 6-3, en tapaði um leið fyrsta setti sínu á mótinu. Fyrirfram var Hewitt ekki talinn líklegur til afreka enda hafði hann fallið ansi neðarlega á heimslistanum og fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu. Hewitt var fyrir rúmum áratug síðan í efsta sæti heimslistans en hefur lent í erfiðleikum með meiðsli síðustu árin. En hann sýndi sínar bestu hliðar á mótinu í Melbourne og lét Djokovic svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Viðureignin tók tæpar þrjár klukkustundir. Hann var gríðarlega vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Rod Laver-vellinum í dag en þó kom fáum á óvart að Djokovic bar á endanum sigur úr býtum enda hefur Serbinn átt gríðargóðu gengi að fagna síðustu misserin. Hann vann þrjú af fjórum stórmótum síðasta árs og skákaði þar með bæði Rafael Nadal og Roger Federer. Þetta var síðasta viðureign 16-manna úrslitanna og því ljóst hvaða keppendur mætast í fjórðungsúrslitum. Það hefur í raun fátt komið á óvart í karlaflokki, nema þá helst að Japaninn Kei Nishikori bar sigur úr býtum gegn Jo Wilfried-Tsonga frá Frakklandi sem var raðað inn sem sjötta sterkasta keppenda mótsins. Nishikori er fyrsti japanski karlmaðurinn sem kemst áfram í fjórðungsúrslit mótsins í meira en 80 ár. Þeir fimm sterkustu komust allir áfram í fjórðungsúrslitin en Nishikori mætir þar Skotanum Andy Murray sem lenti ekki í vandræðum í sinni viðureign í nótt þar sem andstæðingur hans, Mikhail Kukushkin frá Kasakstan, varð að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Staðan var þá 6-1, 6-1 og 1-0. Í kvennaflokki vakti helst athygli að Serena Willaims féll úr leik eins og lesa má um hér. Maria Sharapova komst einnig áfram eftir að hafa tapað fyrsta settinu fyrir Sabine Lisicki frá Þýskalandi. Fjórar sterkustu konur mótsins komust áfram í fjórðungsúrslitin sem hefjast á morgun. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24) Juan Martin del Potro, Argentínu (11) - Roger Federer, Sviss (3) Tomas Berdych, Tékklandi (7) - Rafael Nadal, Spáni (2)Fjórðungsúrslit kvenna: Caroline Wozniacki, Danmörku (1) - Kim Clijsters, Belgíu (11) Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) - Agnieszka Radwanska, Póllandi (8) Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30