Blatter: Höness að kenna að München fékk ekki Vetrarólympíuleikana 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 22:45 Höness á góðri stundu. nordic photos / getty images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi. Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi.
Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira