Blatter: Höness að kenna að München fékk ekki Vetrarólympíuleikana 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 22:45 Höness á góðri stundu. nordic photos / getty images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi. Þýski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi.
Þýski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Yrði móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira