Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2012 12:16 Novak Djokovic. Nordic Photos / Getty Images Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. Í karlaflokki báru þeir Andy Murray og Novak Djokovic báðir sigur úr býtum í sínum viðureignum og mætast þeir í undanúrslitum keppninnar á föstudagsmorgun klukkan 8.30. Í kvennaflokki komust þær Maria Sharapova og Petra Kvitova einnig áfram eftir nokkuð auðveldan sigur á andstæðingum sínum í 8-manna úrslitum. Þær munu því mætast í undanúrslitum. Fyrirfram er 32 sterkustu keppendum mótsins raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð til að forðast að fjórir bestu mætist ekki innbyrðis fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitum. Er það nú raunin að fjórir sterkustu karlarnir eru allir komnir áfram í undanúrslitin og þrjár af fjórum sterkustu konunum. Aðeins Kim Clijsters (11. sterkasti keppandi í kvennaflokki) er ekki í þeim hópi en hún sló út Caroline Wozniacki, efstu konu heimslistans, í fjórðungsúrslitunum í gær. Djokovic og Murray öflugirAndy Murray.Djokovic, besti tenniskappi heimsins í dag, fékk í raun erfiðasta verkefnið af öllum í fjórðungsúrslitunum. Hann þurfti að kljást við David Ferrer frá Spáni sem er í fimmta sæti heimslistans. Djokovic hafði sigur í þremur settum, 6-4, 7-6 og 6-1 en mátti hafa fyrir honum, sérstaklega þar sem hann meiddist lítillega í öðru setti. Hann vann það í upphækkun, 7-4. Murray mætti Japananum Kei Nishikori sem varð fyrsti karlinn frá sínu landi til að komast áfram í fjórðungsúrslit á þessu móti í rúm 80 ár. Skotinn sterki vann þó nokkuð þægilegan sigur, 6-3, 6-3 og 6-1. Hefur Murray aldrei sigrað á stórmóti en stefnir nú á að komast í úrslit í á Opna ástralska þriðja árið í röð. Sharapova stefnir á fjórða titilinnMaria Sharapova.Maria Sharapova hefur þrátt fyrir ungan aldur átt langan feril í íþróttinni en hún er 24 ára gömul. Hún hefur unnið þrjú stórmót en síðast gerði hún það í Ástralíu fyrir fjórum árum síðan. Hún þarf nú að keppa við Petru Kivtovu frá Tékklandi í undanúrslitum en þær mættust einmitt í úrslitum á Wimbledon-mótinu í fyrra. Þá hafði Kvitova sigur. Báðar viðureignirnar í undanúrslitum kvenna fara fram á morgun, sem og viðureign þeirra Roger Federer og Rafael Nadal í undanúrslitum karla.Undanúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - Andy Murray, Bretlandi (4) Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3)Undanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Petra Kvitova, Tékklandi (2) - Maria Sharapova (4) Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. Í karlaflokki báru þeir Andy Murray og Novak Djokovic báðir sigur úr býtum í sínum viðureignum og mætast þeir í undanúrslitum keppninnar á föstudagsmorgun klukkan 8.30. Í kvennaflokki komust þær Maria Sharapova og Petra Kvitova einnig áfram eftir nokkuð auðveldan sigur á andstæðingum sínum í 8-manna úrslitum. Þær munu því mætast í undanúrslitum. Fyrirfram er 32 sterkustu keppendum mótsins raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð til að forðast að fjórir bestu mætist ekki innbyrðis fyrr en í fyrsta lagi í undanúrslitum. Er það nú raunin að fjórir sterkustu karlarnir eru allir komnir áfram í undanúrslitin og þrjár af fjórum sterkustu konunum. Aðeins Kim Clijsters (11. sterkasti keppandi í kvennaflokki) er ekki í þeim hópi en hún sló út Caroline Wozniacki, efstu konu heimslistans, í fjórðungsúrslitunum í gær. Djokovic og Murray öflugirAndy Murray.Djokovic, besti tenniskappi heimsins í dag, fékk í raun erfiðasta verkefnið af öllum í fjórðungsúrslitunum. Hann þurfti að kljást við David Ferrer frá Spáni sem er í fimmta sæti heimslistans. Djokovic hafði sigur í þremur settum, 6-4, 7-6 og 6-1 en mátti hafa fyrir honum, sérstaklega þar sem hann meiddist lítillega í öðru setti. Hann vann það í upphækkun, 7-4. Murray mætti Japananum Kei Nishikori sem varð fyrsti karlinn frá sínu landi til að komast áfram í fjórðungsúrslit á þessu móti í rúm 80 ár. Skotinn sterki vann þó nokkuð þægilegan sigur, 6-3, 6-3 og 6-1. Hefur Murray aldrei sigrað á stórmóti en stefnir nú á að komast í úrslit í á Opna ástralska þriðja árið í röð. Sharapova stefnir á fjórða titilinnMaria Sharapova.Maria Sharapova hefur þrátt fyrir ungan aldur átt langan feril í íþróttinni en hún er 24 ára gömul. Hún hefur unnið þrjú stórmót en síðast gerði hún það í Ástralíu fyrir fjórum árum síðan. Hún þarf nú að keppa við Petru Kivtovu frá Tékklandi í undanúrslitum en þær mættust einmitt í úrslitum á Wimbledon-mótinu í fyrra. Þá hafði Kvitova sigur. Báðar viðureignirnar í undanúrslitum kvenna fara fram á morgun, sem og viðureign þeirra Roger Federer og Rafael Nadal í undanúrslitum karla.Undanúrslit karla: Novak Djokovic, Serbíu (1) - Andy Murray, Bretlandi (4) Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3)Undanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Petra Kvitova, Tékklandi (2) - Maria Sharapova (4)
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13