Haukar og FH drógust saman í undanúrslit Eimskipsbikarkeppni karla í dag og því von á miklum Hafnarfjarðarslag enn og aftur.
HK og Fram munu eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni karlamegin en þessi lið eru einmitt í efstu fjórum sætum N1-deildar karla.
Haukar eru á toppnum með 20 stig en FH og HK koma næst með fimmtán stig hvort. Fram er svo í fjórða sætinu með fjórtán stig.
Það var einnig dregið í kvennaflokki. Valur, sem sló út bikarmeistara Fram í gær, fékk heimaleik gegn Stjörnunni. ÍBV fékk einnig heimaleik og mætir FH.
Undanúrslitin í karlaflokki fara fram þann 13. febrúar næstkomandi en 8. febrúar í kvennaflokki.
Úrslitaleikirnir fara svo fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. febrúar.
Undanúrslit karla:
Haukar - FH
HK - Fram
Undanúrslit kvenna:
Valur - Stjarnan
ÍBV - FH
Hafnarfjarðarslagur í bikarnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn