Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Karl Lúðvíksson skrifar 27. janúar 2012 14:27 Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september.
Stangveiði Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði