Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Karl Lúðvíksson skrifar 27. janúar 2012 14:27 Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september.
Stangveiði Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði