Körfubolti

Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar.

Átta liða úrslit Powerade-bikars karla

KFÍ – Hamar

Fjölnir – Keflavík

Tindastóll – Njarðvík

KR – Snæfell

„Við erum búnir að fá útileik gegn úrvalsdeildarliði allar þrjár umferðirnar en það eru vonbrigði að fá ekki heimaleik. Við erum í ágætis æfingu og ætlum að halda áfram að vinna úrvalsdeildarlið á útivelli," sagði Ingi Þór.

Hrafn segir að það verði gríðarlega erfitt verkefni fyrir KR að mæta Snæfellsliðinu en KR-ingar mæta til leiks á nýju ári með þrjá nýja erlenda leikmenn. „Þetta verður í annað sinn sem við mætum liði í bikarkeppninni , sem hefur niðurlægt okkur í deildinni," sagði Hrafn en hann er með nöfnin á nýju leikmönnum KR alveg á hreinu. „Það er nánast eins og þeir séu allir búnir að vera hérna á Íslandi frá því ég fermdist," sagði Hrafn og brosti. „Þeir eru nánast allir íslenskir og komnir með KR hjartað."

Ingi Þór hefur einnig lagt það á sig að læra nöfnin á nýju leikmönnunum í KR. „Já það er Massey Ferguson, Brúni og Serbinn. Það eru bara fimm leikmenn inni á vellinum og þeir sem verða með hjartaða á réttum stað vinna leikinn."

Þjálfararnir eru báðir með ákveðna styrkleika sem leikmenn þrátt fyrir að það sé langt síðan þeir lögðu skóna formlega á hilluna. Þeir hafa ekki mæst í formlegum einn á einn leik og það væri fróðlegt að sjá eina slíka viðureign. „Það er ósanngjarnt að setja þetta upp sem einn á einn. Hrafn var „byssa" en ég er orðinn „byssa". Hrafn er ekki með líkamlegan styrk í mig, það er bara þannig," sagði Ingi Þór.

Hrafn segir að það sé óþarfi að tvítryggja leik KR og Snæfells á Lengjunni. „Bara að setja merkið 1 á þann leik". Ingi Þór er á annarri skoðun „Það væri gott að tvítryggja, X2".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×