Körfubolti

Toppliðin mætast í kvöld í Ásgarði | fjórir leikir á dagskrá

Mynd/Valli
Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti toppliði Grindavíkur. Stjarnan er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík þegar 10 umferðum er lokið.

Í Keflavík taka heimamenn á móti Fjölni. Keflavík er í þriðja sæti með 14 stig en Fjölnir er í 7. sæti með 10 stig.

Nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn hafa byrjað tímabilið vel en liðið er í 5. sæti með 12 stig. Haukar úr Hafnarfirði mæta til leiks gegn Þórsurum í kvöld en Haukar eru í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.

Tindastóll frá Sauðárkróki hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Tindastóll er í 10. sæti með 8 stig og þeir leika gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Njarðvíkingar eru einnig með 8 stig í 9. sæti.

Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.

Staðan í deildinni:

1. Grindavík 18 stig

2. Stjarnan 16 stig

3. Keflavík 14 stig

4. KR 12 stig

5. Þór Þ. 12 stig

6. ÍR 10 stig

7. Fjölnir 10 stig

8. Snæfell 8 stig

9. Njarðvík 8 stig

10. Tindastóll 8 stig

11. Haukar 4 stig

12. Valur 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×