Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 12. janúar 2012 20:41 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira