Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 19:30 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira