Gátu opnað Zara-búð vegna persónulegra tengsla eigenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 21:00 Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ortega er sérlundaður náungi en hann breytti tískuheiminum varanlega með því að ná fram ótrúlega hröðum framleiðsluferli, en tískuvörur Zöru eru aðeins tvær vikur frá teikniborðinu og til neytandans. Fyrirtækið framleiðir hátískuvörur á lágu verði. „Þetta er bylting í ferlinu og alllri lógistík með vöru. Og þetta hefur, í sambandi við þennan fatabransa, algjörlega gjörbylt öllu. Við höfum verið með framleiðslu og sölu á fatnaði í Hagkaup í langan tíma. Þar höfum við verið að fara til Austurlanda og kaupa eitthvað og það er koma til okkar 6-8 mánuðum seinna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Finnur segist sjálfur kaupa sín föt hjá dótturfélögum Haga, en viðurkennir að kaupa líka hjá öðrum, einfaldlega af þeirri ástæðu að markaður með fatnað fyrir karlmenn á Íslandi sé fábrotinn. „Við karlarnir erum ekki nógu duglegir að kaupa okkur föt," segir Finnur. Hluti úr Klinkinu þar sem Finnur ræðir Zöru og aðdragandann að opnun búðanna hér heima má finna hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ortega er sérlundaður náungi en hann breytti tískuheiminum varanlega með því að ná fram ótrúlega hröðum framleiðsluferli, en tískuvörur Zöru eru aðeins tvær vikur frá teikniborðinu og til neytandans. Fyrirtækið framleiðir hátískuvörur á lágu verði. „Þetta er bylting í ferlinu og alllri lógistík með vöru. Og þetta hefur, í sambandi við þennan fatabransa, algjörlega gjörbylt öllu. Við höfum verið með framleiðslu og sölu á fatnaði í Hagkaup í langan tíma. Þar höfum við verið að fara til Austurlanda og kaupa eitthvað og það er koma til okkar 6-8 mánuðum seinna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Finnur segist sjálfur kaupa sín föt hjá dótturfélögum Haga, en viðurkennir að kaupa líka hjá öðrum, einfaldlega af þeirri ástæðu að markaður með fatnað fyrir karlmenn á Íslandi sé fábrotinn. „Við karlarnir erum ekki nógu duglegir að kaupa okkur föt," segir Finnur. Hluti úr Klinkinu þar sem Finnur ræðir Zöru og aðdragandann að opnun búðanna hér heima má finna hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira