NFL: New Orleans og Houston áfram | Tveir leikir í kvöld 8. janúar 2012 11:45 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, átti stórkostlegan leik í nótt og hann er hér á flugi í leiknum. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira