Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. janúar 2012 20:57 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum