Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund hafa tekið það skýrt fram að varnarmaðurinn Nevan Subotic sé ekki til sölu.
Subotic er 22 ára gamall og þykir einn allra efnilegasti varnarmaður Evrópu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Chelsea sem hefur verið sagt reiðubúið að bjóða 20 milljónir punda í kappann.
„Við munum ekki selja neinn leikmann í vetur - punktur," sagði Hans-Joachim Watzke, framkvæmdarstjóri Dortmund.
„Við erum ekki einu sinni að velta því fyrir okkur hvað gerist í sumar. Ef okkur berst frábært tilboð í leikmann munum við skoða það. En félagið yrði samt tregt til að selja nokkurn leikmann og við erum alls ekki reiðubúnir að leyfa neinum ungum leikmanni að fara frá okkur."
Subotic ekki til sölu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
