Smákóngar Sigurður Pálsson skrifar 14. febrúar 2011 06:00 Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar