Játning Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 23. janúar 2011 06:00 Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Öðlingurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun