Endalok karlaveldisins Freyr Eyjólfsson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar