„Það er frekar súrt að detta út svona rétt fyrir úrslitin," sagði Sunna María Einarsdóttir, leikmaður Fylkis, eftir 15-25 tap fyrir Valsstúlkum í Eimskipsbikarnum í kvöld.
„Við ætluðum að vera snöggar til baka, loka á hraðaupphlaupin hjá þeim. Við náðum því en við klikkuðum algerlega í sókninni, við hefðum mátt keyra betur á þær. Við skoruðum bara fjögur mörk í fyrri hálfleik, það er bara rangt.
„Við ákváðum í hálfleik að við þyrftum bara að berjast fyrir lífi okkar í seinni hálfleik, það skilaði okkur hinsvegar ekki lengra en þetta," sagði Sunna.
Sunna María : Súrt að detta út
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


