Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2011 20:50 Pavel Ermolinkskij var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum