Innrásin frá Mars Ásgeir H. Ingólfsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun