Aðkoman á morðstað föst í huga Hildar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2011 11:21 „Mér líður ógeðslega illa - persónan sem ég var er bara horfin," sagði Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, unnusta Hannesar Þórs Helgasonar, við vitnaleiðslur í héraðsdómi í morgun. Guðlaug Matthildur, sem kölluð er Hildur, var niðurlút þegar hún gekk inn í dómssalinn. Hún sagði að aðkoman þegar að hún gekk inn á heimili þeirra Hannesar eftir að morðið var framið sé föst í huga sér. Hún eigi erfitt með svefn og hafi lítið getað borðað eftir morðið. Hún segist hafa hætt í skóla vegna morðsins og hafi ekki getað fengið af sér að vinna vegna þess að hún sofi svo lítið. Sér þyki óþægilegt að vera í kringum marga. Hildur var spurð að því hvernig hún hefði brugðist við þegar að Gunnar Rúnar setti ástarjátningu frá sér á YouTube. „Ég talaði ekki við hann í langan tíma því mér fannst það svo skrýtið ," sagði Hildur þá. Síðan hafi hún hugsað með sér að svona væri Gunnar Rúnar bara. Hún hafi því ákveðið að taka hann í sátt, en sagt honum að taka myndskeiðið af netinu. Hildur sagði að Gunnar Rúnar hefði yfirleitt átt frumkvæði að samskiptum þeirra tveggja. En þó hafi komið fyrir að hún hafi átt frumkvæði að samskiptum þeirra. „Ég hélt að hann væri félagi minn," sagði hún. Eftir réttarhöldin gekk Hildur niðurlút að dyrum réttarsalarins. Henni var þá boðið að fara út úr salnum í gegnum hliðardyr sem hún þáði. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Fór að huga að morði eftir gerð YouTube myndbandsins Hugmynd Gunnars Rúnars Sigurþóssonar um að losna við Hannes Þór Helgason virðist hafa sprottið upp eftir að hann setti myndband á YouTube með ástarjátningu til hennar til unnustu Hannesar. Þetta kom fram í máli Tómasar Zoega geðlæknis sem gerði yfirmat á Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ásamt Kristni Tómassyni geðlækni. 7. febrúar 2011 10:44 Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum. 7. febrúar 2011 09:46 Djúpstæð sektarkennd vegna morðsins Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu. 7. febrúar 2011 10:06 Réttað yfir Gunnari Rúnari: Fullt út úr dyrum í héraðsdómi Aðalmeðferð fer nú fram í máli saksóknara gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði í ágúst í fyrra. 7. febrúar 2011 09:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Mér líður ógeðslega illa - persónan sem ég var er bara horfin," sagði Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir, unnusta Hannesar Þórs Helgasonar, við vitnaleiðslur í héraðsdómi í morgun. Guðlaug Matthildur, sem kölluð er Hildur, var niðurlút þegar hún gekk inn í dómssalinn. Hún sagði að aðkoman þegar að hún gekk inn á heimili þeirra Hannesar eftir að morðið var framið sé föst í huga sér. Hún eigi erfitt með svefn og hafi lítið getað borðað eftir morðið. Hún segist hafa hætt í skóla vegna morðsins og hafi ekki getað fengið af sér að vinna vegna þess að hún sofi svo lítið. Sér þyki óþægilegt að vera í kringum marga. Hildur var spurð að því hvernig hún hefði brugðist við þegar að Gunnar Rúnar setti ástarjátningu frá sér á YouTube. „Ég talaði ekki við hann í langan tíma því mér fannst það svo skrýtið ," sagði Hildur þá. Síðan hafi hún hugsað með sér að svona væri Gunnar Rúnar bara. Hún hafi því ákveðið að taka hann í sátt, en sagt honum að taka myndskeiðið af netinu. Hildur sagði að Gunnar Rúnar hefði yfirleitt átt frumkvæði að samskiptum þeirra tveggja. En þó hafi komið fyrir að hún hafi átt frumkvæði að samskiptum þeirra. „Ég hélt að hann væri félagi minn," sagði hún. Eftir réttarhöldin gekk Hildur niðurlút að dyrum réttarsalarins. Henni var þá boðið að fara út úr salnum í gegnum hliðardyr sem hún þáði.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Fór að huga að morði eftir gerð YouTube myndbandsins Hugmynd Gunnars Rúnars Sigurþóssonar um að losna við Hannes Þór Helgason virðist hafa sprottið upp eftir að hann setti myndband á YouTube með ástarjátningu til hennar til unnustu Hannesar. Þetta kom fram í máli Tómasar Zoega geðlæknis sem gerði yfirmat á Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ásamt Kristni Tómassyni geðlækni. 7. febrúar 2011 10:44 Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum. 7. febrúar 2011 09:46 Djúpstæð sektarkennd vegna morðsins Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu. 7. febrúar 2011 10:06 Réttað yfir Gunnari Rúnari: Fullt út úr dyrum í héraðsdómi Aðalmeðferð fer nú fram í máli saksóknara gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði í ágúst í fyrra. 7. febrúar 2011 09:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fór að huga að morði eftir gerð YouTube myndbandsins Hugmynd Gunnars Rúnars Sigurþóssonar um að losna við Hannes Þór Helgason virðist hafa sprottið upp eftir að hann setti myndband á YouTube með ástarjátningu til hennar til unnustu Hannesar. Þetta kom fram í máli Tómasar Zoega geðlæknis sem gerði yfirmat á Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ásamt Kristni Tómassyni geðlækni. 7. febrúar 2011 10:44
Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum. 7. febrúar 2011 09:46
Djúpstæð sektarkennd vegna morðsins Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu. 7. febrúar 2011 10:06
Réttað yfir Gunnari Rúnari: Fullt út úr dyrum í héraðsdómi Aðalmeðferð fer nú fram í máli saksóknara gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði í ágúst í fyrra. 7. febrúar 2011 09:18