Tiger missti einn sinn stærsta styrktaraðila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 18:15 Mynd/AP Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira