Mikill þrýstingur á að opna ný olíusvæði í Noregi 14. janúar 2011 09:31 Mikill þrýstingur er nú á norsk stjórnvöld að þau opni ný svæði til olíuleitar á norska landgrunninu. Landssamtök olíuiðnaðarins í Noregi (OLF) krefjast þess að Stórþingið taki málið á dagskrá. Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no er greint frá nýju mati norska Olíuráðsins um olíuvinnsluna þar í landi á næstu árum sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt því hefur áætlað magn óunninnar olíu á norska landgrunninu minnkað um 20% frá síðasta mati. Þá minnkaði framleiðslan á olíu og gasi á síðasta ári þrátt fyrir að iðnaðurinn keyrði á fullum afköstum. Alfred Nordgård einn af leiðtogum OLF segir að olíuframleiðsla Norðmanna hafi minnkað um 40% frá því að hún náði toppinum fyrir áratug síðan. Sú þróun ætti að vera alvarleg aðvörun fyrir norska ráðamenn. „Til að tryggja áframhaldandi vinnslu og þróun í olíuiðnaðinum verður olíugeirinn að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum," segir Nordgård. „Aðgangur að svæðunum fyrir utan Lofoten og Vesterålen er það sem iðnaðurinn þarfnast til að byrja með." Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill þrýstingur er nú á norsk stjórnvöld að þau opni ný svæði til olíuleitar á norska landgrunninu. Landssamtök olíuiðnaðarins í Noregi (OLF) krefjast þess að Stórþingið taki málið á dagskrá. Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no er greint frá nýju mati norska Olíuráðsins um olíuvinnsluna þar í landi á næstu árum sem kynnt var í vikunni. Samkvæmt því hefur áætlað magn óunninnar olíu á norska landgrunninu minnkað um 20% frá síðasta mati. Þá minnkaði framleiðslan á olíu og gasi á síðasta ári þrátt fyrir að iðnaðurinn keyrði á fullum afköstum. Alfred Nordgård einn af leiðtogum OLF segir að olíuframleiðsla Norðmanna hafi minnkað um 40% frá því að hún náði toppinum fyrir áratug síðan. Sú þróun ætti að vera alvarleg aðvörun fyrir norska ráðamenn. „Til að tryggja áframhaldandi vinnslu og þróun í olíuiðnaðinum verður olíugeirinn að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum," segir Nordgård. „Aðgangur að svæðunum fyrir utan Lofoten og Vesterålen er það sem iðnaðurinn þarfnast til að byrja með."
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira