Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. febrúar 2011 19:42 Akureyringar eru enn á toppi deildarinnar. Fréttablaðið Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira