
Veruleiki ungs fólks á Íslandi
Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn.
Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera.
Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við.
Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu.
Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu.
Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun.
Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn.
Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi.
Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða.
Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar.
En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður.
+++++++++++++++++
Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).
Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun

Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor
Þorri Geir Rúnarsson skrifar

Er seinnivélin komin?
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands
Ármann Höskuldsson skrifar

Rödd Íslands athlægi um allan heim
Ástþór Magnússon skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar

Lokað á lausnir í leikskólamálum
Einar Þorsteinsson skrifar

Ég styð Magnús Karl
Jón Gnarr skrifar

Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi
Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar?
Elvar Eyvindsson skrifar

Hættum að segja „Flýttu þér“
Einar Sverrisson skrifar

Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla
Stefán Pálsson skrifar

Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra
Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir?
Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar

Er ég nægilega gott foreldri?
Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar

Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu
Þorsteinn Kristinsson skrifar

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Um náttúrulögmál og aftengingu
Sölvi Tryggvason skrifar

Styðjum barnafjölskyldur
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ósanngjörn skipting kílómetragjalds
Njáll Gunnlaugsson skrifar

Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar!
Magnús Karl Magnússon skrifar

Pólska sjónarhornið
Halldór Auðar Svansson skrifar

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR
Björg Gilsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni
Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar