Viðskipti FSÍ með Vestia og Icelandair 29. desember 2011 05:00 Finnbogi Jónsson Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar. Fréttir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra lífeyrissjóða landsins og Vátryggingafélags Íslands, hefur verið stórtækasti fjárfestir landsins eftir bankahrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og viðskipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppniseftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsingatæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flestar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrirtækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum. FSÍ eignaðist 30% hlut í Icelandair í tveimur útboðum á árinu 2010. Sjóðurinn greiddi 2,5 krónur á hlut í þeim útboðum og því fjárfesti hann samtals fyrir um 3,6 milljarða króna í Icelandair á þeim tíma. Í byrjun nóvember tilkynnti sjóðurinn að hann hefði selt 10% af eignarhlut sínum á 2,7 milljarða króna, á genginu 5,42. Bréfin höfðu þá ávaxtast um 120% frá því að þau voru keypt í júní og desember 2010. Kaupendurnir voru reyndar að mestu þeir sömu og eiga FSÍ en andvirði sölunnar rann beint til eigenda FSÍ í samræmi við skilmála sjóðsins, sem gera ráð fyrir því að allir eigendurnir fái strax greitt við sölu í samræmi við eignarhlut sinn. Það þýddi að Landsbankinn, stærsti eigandi FSÍ, sem keypti ekki hlut, fékk um 745 milljónir króna greiddar vegna sölunnar.
Fréttir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira