Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum 29. desember 2011 08:00 Kaupþing Steinar Guðgeirsson og félagar hans í skilanefnd Kaupþings munu hætta störfum um áramót þegar nefndin verður lögð niður. Nú er ljóst að stefnan er sett á að koma þrotabúinu í hendur kröfuhafa sem fyrst.fréttablaðið/GVA Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Í kynningunni kemur fram að „vinna við endurskipulagningu Kaupþings hf. og mögulegan nauðasamning er enn í fullum gangi og mun halda áfram á nýju ári. Sú vinna verður áfram unnin í nánu samstarfi við Morgan Stanley, sem fjármálaráðgjafa, White&Case, sem lagalegan ráðgjafa og Deloitte, sem skattalegan ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningsferli á öðrum ársfjórðungi 2012". Slitastjórn bankans telur að hægt yrði að ljúka slitameðferð á frekar skömmum tíma með framlagningu nauðasamninga. Gangi áformin eftir verður Kaupþing að eignarhaldsfélagi undir stjórn kjörinnar stjórnar kröfuhafa bankans. Í kjölfarið mun félagið losna undan þeim lagahömlum sem hvíla á starfsemi skilanefnda og slitastjórna, kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til að hámarka arð af reiðufjársjóðum og hámörkun virðis verður höfð að leiðarljósi með innheimtu fjársölu eigna og lausna annarra eigna. Á meðal eigna sem verða í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupþings verður 86% hlutur í Arion banka, þriðja stærsta banka Íslands. Í kynningum sem haldnar hafa verið fyrir kröfuhafa Kaupþings um málið segir einnig að í kjölfar nauðasamninga yrði Kaupþing móðurfélag sem staðsett yrði á Íslandi og gæti gefið út nýja gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem nýir eigendur félagsins, myndu telja það fýsilegt að flytja aðsetur Kaupþings á milli landa þá væri það þó gerlegt. Grundvöllur að mögulegri tillögu um nauðasamninga verður áreiðanleikakönnun um eignir Kaupþings og greining á þeim eins og þær voru um síðustu áramót. Houlihan Lokey Limited og Deutsche Bank Advisory Service unnu þá könnun og skiluðu henni af sér í júní síðastliðnum. - þsj Fréttir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhaldsfélagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slitastjórn bankans hélt fyrir kröfuhafa hans 14. desember. Í kynningunni kemur fram að „vinna við endurskipulagningu Kaupþings hf. og mögulegan nauðasamning er enn í fullum gangi og mun halda áfram á nýju ári. Sú vinna verður áfram unnin í nánu samstarfi við Morgan Stanley, sem fjármálaráðgjafa, White&Case, sem lagalegan ráðgjafa og Deloitte, sem skattalegan ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningsferli á öðrum ársfjórðungi 2012". Slitastjórn bankans telur að hægt yrði að ljúka slitameðferð á frekar skömmum tíma með framlagningu nauðasamninga. Gangi áformin eftir verður Kaupþing að eignarhaldsfélagi undir stjórn kjörinnar stjórnar kröfuhafa bankans. Í kjölfarið mun félagið losna undan þeim lagahömlum sem hvíla á starfsemi skilanefnda og slitastjórna, kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til að hámarka arð af reiðufjársjóðum og hámörkun virðis verður höfð að leiðarljósi með innheimtu fjársölu eigna og lausna annarra eigna. Á meðal eigna sem verða í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupþings verður 86% hlutur í Arion banka, þriðja stærsta banka Íslands. Í kynningum sem haldnar hafa verið fyrir kröfuhafa Kaupþings um málið segir einnig að í kjölfar nauðasamninga yrði Kaupþing móðurfélag sem staðsett yrði á Íslandi og gæti gefið út nýja gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem nýir eigendur félagsins, myndu telja það fýsilegt að flytja aðsetur Kaupþings á milli landa þá væri það þó gerlegt. Grundvöllur að mögulegri tillögu um nauðasamninga verður áreiðanleikakönnun um eignir Kaupþings og greining á þeim eins og þær voru um síðustu áramót. Houlihan Lokey Limited og Deutsche Bank Advisory Service unnu þá könnun og skiluðu henni af sér í júní síðastliðnum. - þsj
Fréttir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira