Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum 28. desember 2011 08:00 Fíkniefni í vörslu lögreglu Tveir þriðju þeirra fanga sem sitja inni fyrir fíkniefnabrot hafa brotið alvarlega gegn hegningarlögum með umfangsmikilli sölu eða smygli.fréttablaðið/gva Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv
Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira