Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum 28. desember 2011 08:00 Fíkniefni í vörslu lögreglu Tveir þriðju þeirra fanga sem sitja inni fyrir fíkniefnabrot hafa brotið alvarlega gegn hegningarlögum með umfangsmikilli sölu eða smygli.fréttablaðið/gva Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira