Tíska og hönnun

Blæs á samstarf við H&M

Stefano Gabbana og Domenico Dolce vilja ekki búa til ódýrar fatalínur fyrir verslanakeðjur. Nordic photos/getty
Stefano Gabbana og Domenico Dolce vilja ekki búa til ódýrar fatalínur fyrir verslanakeðjur. Nordic photos/getty
Fatahönnuðateymið Stefano Gabbana og Domenico Dolce segist aldrei ætla að fara í samstarf við verslanakeðjur á borð við sænska verslanarisann Hennes & Mauritz.

Undanfarin ár hafa hönnuðir verið iðnir við að búa til fatalínur fyrir breiðan kúnnahóp lágvöruverðsverslana og undirtektirnar oftast verið góðar. Nú síðast var það samlandi þeirra, Donatella Versace, sem hannað fatalíni fyrir H&M en Dolce og Gabbana eru ekki hrifnir. „Fólk heldur að þetta sé töff en fötin eru í raun mjög ódýr og líta ekki vel út,“ segir Dolce í viðtali og bætir við að það sé ekki samboðið merki þeirra að bjóða upp á fatnað úr lélegum efnum og á ódýru verði. Kjólar frá Dolce&Gabbana eiga því ekki eftir að hanga í búðum H&M á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.