Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar