Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur lítið fengið að spila með Hoffenheim að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega." Þýski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira
Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega."
Þýski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira