Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum 14. desember 2011 06:00 Guðmundur ingi Jónsson „Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira