Mikið er gaman að lifa Sigurður Árni Þórðarson skrifar 8. desember 2011 06:00 Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: „Mikið er gaman að lifa." Aðventan er komin. Þessi tími sem er „bæði og" en líka „hvorki né". Aðventan er samsettur tími, sem krefst ákvörðunar um forgang og mikilvægi. Álagið getur verið mikið og margt, sem þarf að framkvæma fyrir jólin. Kröfur, sem fólk gerir til sjálfs sín og sinna á þessum tíma, geta verið miklar og úr hófi. Áður en þú drukknar í verkum máttu gjarnan staldra við og spyrja: „Til hvers? Má ekki sumt af þessu bíða? Er ekki allt í lagi að fresta því, sem er ekki alveg aðkallandi?" Á aðventu er ráð að muna eftir tvennunni: Að vera eða gera. Hvort er mikilvægara að lifa eða strita, klára verk eða njóta lífs, upplifa eða puða? Við prestar heyrum oft fólk tala um við ævilok, að dótið og eignirnar hafi ekki fært því djúptæka lífshamingju. Dýrmæti lífsins sé fólkið þeirra, maki, börn, barnabörn, vinir og samskiptin við það. Getur verið að á aðventu sé mikilvægast að vera með sjálfum sér og fólkinu sínu og vænta hins guðlega? Veistu hvað aðventa þýðir? Orðið er komið af latneska orðinu adventus. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Við, menn, megum leyfa okkur að hlakka til og vona. Það er einn af undraþáttum lífsins, að í læstum aðstæðum getum við unnið að því að mál leysist og að lausnin komi. Í aðkrepptum aðstæðum megum við vona að úr rætist, að inn í myrkar aðstæður nái ljós að skína. Aðventan þarf ekki að vera puðtími heldur getur hún verið tími hins innri manns. Aðventan má vera tími eftirvæntingar þess að lífið verði undursamlegt. Boðskapur jólanna er um þá dásemd að allt verður gott. Og á aðventunni megum við undirbúa innri mann, skúra út hið óþarfa og vænta komu hins fagnaðarríka. Aðventan er góður tími til að núllstilla lífið til að við getum tekið við undri lífsins, að hið guðlega verði. Og við getum sagt við fólkið okkar, sem við elskum: „Mikið er gaman að lifa." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: „Mikið er gaman að lifa." Aðventan er komin. Þessi tími sem er „bæði og" en líka „hvorki né". Aðventan er samsettur tími, sem krefst ákvörðunar um forgang og mikilvægi. Álagið getur verið mikið og margt, sem þarf að framkvæma fyrir jólin. Kröfur, sem fólk gerir til sjálfs sín og sinna á þessum tíma, geta verið miklar og úr hófi. Áður en þú drukknar í verkum máttu gjarnan staldra við og spyrja: „Til hvers? Má ekki sumt af þessu bíða? Er ekki allt í lagi að fresta því, sem er ekki alveg aðkallandi?" Á aðventu er ráð að muna eftir tvennunni: Að vera eða gera. Hvort er mikilvægara að lifa eða strita, klára verk eða njóta lífs, upplifa eða puða? Við prestar heyrum oft fólk tala um við ævilok, að dótið og eignirnar hafi ekki fært því djúptæka lífshamingju. Dýrmæti lífsins sé fólkið þeirra, maki, börn, barnabörn, vinir og samskiptin við það. Getur verið að á aðventu sé mikilvægast að vera með sjálfum sér og fólkinu sínu og vænta hins guðlega? Veistu hvað aðventa þýðir? Orðið er komið af latneska orðinu adventus. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Við, menn, megum leyfa okkur að hlakka til og vona. Það er einn af undraþáttum lífsins, að í læstum aðstæðum getum við unnið að því að mál leysist og að lausnin komi. Í aðkrepptum aðstæðum megum við vona að úr rætist, að inn í myrkar aðstæður nái ljós að skína. Aðventan þarf ekki að vera puðtími heldur getur hún verið tími hins innri manns. Aðventan má vera tími eftirvæntingar þess að lífið verði undursamlegt. Boðskapur jólanna er um þá dásemd að allt verður gott. Og á aðventunni megum við undirbúa innri mann, skúra út hið óþarfa og vænta komu hins fagnaðarríka. Aðventan er góður tími til að núllstilla lífið til að við getum tekið við undri lífsins, að hið guðlega verði. Og við getum sagt við fólkið okkar, sem við elskum: „Mikið er gaman að lifa."
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun