Bjarki Már: Lyftingarnar í sumar eru að skila sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 Bjarki var valinn í landsliðið á dögunum og þar ætlar hann að festa sig í sessi.fréttablaðið/stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur. Olís-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira