Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ætlar að taka tuttugu milljóna króna lán til að kaupa aðgangsstýrikerfi svo unnt verði að taka gjald í bílakjallaranum undir Höfðatorgi. Borgin ætlar að selja sínu starfsfólki aðgangskort á sama verði og gildir í bílakjallara Ráðhússins.
„Þannig næst meira jafnræði og eins er með þessu framfylgt samgöngustefnu Reykjavíkurborgar varðandi aukna gjaldskyldu á stæðum,“ segir í greinargerð með tillögunni sem borgarráð samþykkti á fimmtudag með fyrirvara um að samkomulag næðist við aðra rekstraraðila Höfðatorgs. - gar

