Vinsældir Sameinaðs Rússlands, stjórnmálaflokks þeirra Vladimírs Pútín forsætisráðherra og Dmitrí Medvedev forseta, hafa dalað nokkuð í Rússlandi vegna spillingarímyndar þótt enn sé honum spáð góðum sigri í þingkosningum sem haldnar verða á morgun.
Óvenjumargar kvartanir hafa borist vegna misbrests á framkvæmd kosninganna.
Medvedev forseti ávarpaði landsmenn í sjónvarpsávarpi í gær og varaði við sundruðu þingi. Fjölmargir smáflokkar myndu eiga erfitt með að koma góðum málum í framkvæmd.- gb
Forsetinn varar við sundrungu
