Rannsaka lán til Salts og Rákungs 2. desember 2011 04:00 Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007. Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007.
Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira