Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki 2. desember 2011 05:00 Orkukveitan Iðnaðarráðherra hefur orðið við beiðni eigendanefndar Orkuveitunnar og frestað aðskilnaði fyrirtækisins í sérleyfis- og samkeppnisstarfsemi. fréttablaðið/pjetur katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira