Frestað að skipta OR upp í tvö fyrirtæki 2. desember 2011 05:00 Orkukveitan Iðnaðarráðherra hefur orðið við beiðni eigendanefndar Orkuveitunnar og frestað aðskilnaði fyrirtækisins í sérleyfis- og samkeppnisstarfsemi. fréttablaðið/pjetur katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
katrín júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir raforkulögum á Alþingi, en í þeim felst heimild til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að fresta því í tvö ár að skipta fyrirtækinu upp í samkeppnisstarfsemi annars vegar og sérleyfisstarfsemi hins vegar. Frestunin er að beiðni eigendanefndar OR. Samkvæmt raforkulögum frá 2003 er kveðið á um aðskilnaðinn, en hann er samkvæmt tilskipunum frá Evrópusambandinu. Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK hafa öll skipt starfsemi sinni. Orkuveitan hefur ekki gert það, heldur fengið frest. Samkvæmt gildandi lögum átti breytingin að verða 1. janúar 2012, en verður ekki fyrr en 1. janúar 2014. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir lánasafn fyrirtækisins helstu ástæðu þess að beðið hafi verið um frestun á ný. Á haustdögum hafi vinna við skiptinguna hafist á ný, en mat eigendanefndarinnar hafi verið að of mikil áhætta fælist í því að keyra breytingarnar í gegn um áramótin. „Fyrst og fremst vegna lánasafnsins okkar, sem er um 240 milljarðar, af ótta við það að einhvers konar vandamál gætu komið upp.“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að sjálfsagt hafi verið að verða við beiðni um frestun. Fjármögnunarleiðir fyrirtækja séu viðkvæmar í dag vegna efnahagsástandsins á alþjóðavísu og best sé að rugga þeim bát ekki að óþörfu. Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar OR, segir að um frestinn hafi verið beðið þar sem ekki þótti nægur tími til að koma breytingunum á fyrir áramót. „Fyrri hluta þessa árs fór algjörlega í undirbúning og framkvæmd á neyðaráætluninni og uppskiptingarverkefnið tók þar við. Þetta hefur reynst aðeins flóknara en við bjuggumst við í uppphafi, ekki síst út frá skattalegum atriðum, en við þetta skiptast í raun upp bæði skuldbindingar og skuldir. Það ríður á, sérstaklega í stöðunni eins og hún er núna á alþjóðamörkuðum, að eiga gott samráð við alþjóðlega lánardrottna fyrirtækisins.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira