Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins.
Birna var yfirmaður verkefnaskrifstofu UNIFEM í Serbíu og Svartfjallalandi 2008 til 2010 og áður framkvæmdastýra landsnefndar stofnunarinnar árin 2004 til 2006. Hún hefur starfað fyrir utanríkisráðuneytið og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í jafnréttismálum. Þá hefur hún kennt við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. - þeb
