Opið bréf til alþingismanna - Hugsum stórt en lítum lágt Örn Bárður Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun