Ísland var valið „Best European Adventure Destination“ af lesendum Sunday Times Travel Magazine, að því er kemur fram á heimasíðu Íslandsstofu. Í lauslegri þýðingu er Ísland því álitlegasti kosturinn þegar kemur að ævintýraferðum innan Evrópu.
Sunday Times Travel Magazine er stærsta ferðatímaritið í Bretlandi og voru það lesendur blaðsins sem völdu Ísland fram yfir Noreg og Sviss sem lentu í öðru og þriðja sæti. Þá var Ástralía kosin besti áfangastaðurinn utan Evrópu.- shá
Ísland enn valið besti kosturinn
