Vill draga úr niðurskurði um 4 milljarða 30. nóvember 2011 05:45 ÖGMUNDUR JÓNASSON Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna. Meirihlutinn leggur til að lánveitingar til hlutafélaga um vegaframkvæmdir verði lækkaðar um 1,6 milljarða króna, í ljósi nýrrar áætlunar um lánsþörf. Þá verði heimild til ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar hækkuð um 10 milljarða. Lánin sem um ræðir verða til að mæta auknum fjárfestingum og auðvelda endurfjármögnun eldri skulda félagsins, gefist hagstæð tækifæri til þess. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, kynnti breytingatillögurnar. Meðal einstakra breytinga sem hún tíndi til má nefna eflingu eigin fjár orkusjóðs um 100 milljónir og Byggðastofnunar um allt að 2 milljarða. Þá lækkar sparnaðarkrafa á Landspítalann um 140 milljónir. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir vinnu þingsins hafa snúist um að laga fjármálafrumvarpið frá því sem fyrst kom fram. Frumvarpið hafi batnað hvað varðar velferðarþáttinn. „Barátta og þrýstingur þeirra sem vilja standa vörð um velferðarþjónustuna hefur skilað sér inn í frumvarpið, á því liggur enginn vafi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það aðhald og niðurskurður sem hefur átt sér stað undanfarin ár segi til sín. Við erum hins vegar að vona að það fari að sjá til sólar að nýju." Umræður stóðu um fjárlögin fram á nótt í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ýmislegt í frumvarpinu og tíndu meðal annars til aukin útgjöld til aðstoðarmanna ráðherra og það að bæta útgjöldum við listamannalaun á meðan verið væri að loka deildum heilbrigðisstofnana.- kóp
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira