Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring 30. nóvember 2011 11:00 alþingi Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað.fréttablaðið/gva Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira