Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra 29. nóvember 2011 06:30 Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira