Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum 29. nóvember 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp
Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira