Á fleiri félög en hinir bankarnir 11. nóvember 2011 06:00 Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“. Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00