Gagnrýnin umræða um eigin verk 11. nóvember 2011 03:30 samræming efnahagsstjórnar Árni Páll Árnason segir að með nýrri efnahagsáætlun skapist einstakt tækifæri til að bæta stjórnsýsluna í anda þeirra krafna sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áætlunin ýti undir gagnrýna umræðu um frammistöðu stjórnvalda.fréttablaðið/vilhelm Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. „Við höfum á vissan hátt lært ný vinnubrögð af samvinnunni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Hann setti upp plan til nokkurra ára með mælanlegum markmiðum til skamms tíma í senn. Reglulega komu út skýrslur frá starfsmönnum sjóðsins þar sem árangurinn var metinn og jafnhliða var gengið frá viljayfirlýsingu fyrir næsta áfanga og tilgreint hvað gera ætti í framhaldinu. Um íslenska stjórnsýslu má kannski nota þá lýsingu sem góður maður hafði eitt sinn um norska landsliðið í fótbolta; að það væri eins og leikmennirnir væru að spila hver í sínum firði. Ágallinn við kerfi íslenskrar stjórnskipunar hefur verið sá hve auðvelt hefur verið að standast þrýsting um samstilltar aðgerðir. Að þessu leyti náðist mikill árangur í samstarfinu við AGS. Þó svo menn hefðu ólíkar skoðanir á samstarfinu sem slíku þá unnu öll ráðuneytin að þeim markmiðum sem við settum okkur í samvinnu við sjóðinn." Árni segir að samstarfið hafi tryggt flæði upplýsinga þvert á ráðuneyti og fólk hafi farið að skynja sig sem hluta af heild. „Nú þegar samstarfinu lýkur megum við ekki fara aftur í gamla kreppta hagstjórnarkerfið. Að breyta því er mikilvægt fyrir hagvöxt til næstu ára. Við getum auðvitað gert þetta eins og svo oft hefur verið gert; að byggja velsæld á stórfelldri erlendri skuldsetningu með tilheyrandi afdrifaríkum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og gengisþróun. Það viljum við ekki gera, við viljum koma á stöðugleika og höfum einstakt tækifæri núna til að breyta stjórnsýslunni." Skortur á gagnrýniEfnahags- og viðskiptaráðuneytinu var falið að vinna efnahagsáætlun í samvinnu við önnur ráðuneyti. Hún verður endurskoðuð í febrúar og reglulega í kjölfarið. Árni Páll vonast til þess að heildarumgjörð hagstjórnarinnar batni í kjölfarið. „Til þess þarf að styrkja innviðina hér í ráðuneytinu til að við ráðum við þetta verkefni. Hins vegar er líka mjög æskilegt að hafa hlutlausa stofnun sem endurmetur þessi verk okkar, eins og aðrar forsendur í þjóðlífinu. Hún væri í ætt við Þjóðhagsstofnun sálugu, en þarf hvorki að bera sama heiti né vera eins upp sett. Það vantar sjálfstæða stofnun sem getur gagnrýnt okkar verk og okkar árangur eins og allra annarra." Árni Páll segir mikilvægt að hvetja til opinnar gagnrýni á verk stjórnvalda. Engin leið sé að lofa því að þau verk sem tiltekin séu í áætluninni standist á réttum tíma. Unnið verði að því að það náist í samvinnu við fagráðuneytin, en ómögulegt sé að lofa niðurstöðunni. Mikilvægast sé þó að setja mælanleg markmið. „Það að setja mælanleg markmið þýðir að við þurfum að svara fyrir það ef við náum þeim ekki. Það er mikilvæg nýbreytni fyrir stjórnvöld að setja mælanleg markmið um árangur og þurfa að svara fyrir; af hverju var þetta ekki gert, hver eru rökin fyrir því? Ástæðan fyrir hagstjórnarmistökunum á árunum fram til 2008 var að stærstum hluta að menn forðuðust alla gagnrýna umræðu um eigin verk. Vandaðri gagnrýni á óábyrgar skattalækkanir, til dæmis á árunum upp úr 2003, var ýtt út af borðinu. Þá voru skattar lækkaðir langt umfram það sem samræmdist ríkisrekstri í meðalári og ekkert hlustað á gagnrýni." Útflutningsdrifinn hagvöxturTiltekin verkefni er að finna í efnahagsáætluninni og Árni Páll segir að þeim muni fjölga í næstu endurskoðun. Um viðvarandi verkefni sé að ræða. „Uppleggið er að við ætlum að byggja velsæld næstu áratuga á öðru módeli en hingað til hefur verið gert. Í stað eftirspurnardrifins hagvaxtar, sem keyrður var áfram, annars vegar með skuldsetningu ríkissjóðs lengi framan af og hins vegar með stórkostlegum orkuframkvæmdum með milligöngu ríkisins, viljum við byggja efnahaginn á sjálfbærum, útflutningsdrifnum hagvexti. Við viljum reyna að örva aðrar útflutningsgreinar en við höfum nú þegar." Árni Páll segir það ekki vera vegna lítils trausts á þær greinar sem fyrir eru. Hins vegar þurfi að auka afkastagetuna í hagkerfinu. „Við sjáum það í kjölfar hrunsins að það er óþægilega lítil aukning í útflutningi miðað við þær góðu aðstæður sem eru í hagstæðu raungengi. Það segir okkur að þær greinar sem við byggjum á eru mjög náttúruháðar, bæði sjávarútvegur og orka. Við þurfum að byggja upp fleiri greinar sem geta vaxið ótakmarkað. Það eru þær greinar sem byggja á þekkingu og geta skapað virðisauka og betur launuð störf í ríkari mæli, auk fjölbreyttari starfa í ferðaþjónustu." Samvinna ráðuneytaFjölmörg mál eru þannig vaxin að þau snerta mörg ráðuneyti. Árni Páll segir að með efnahagsáætluninni náist utanumhald um slík verkefni. Slíkt hafi lengi skort. „Við höfum dæmi í aðdraganda hrunsins þegar ákvarðanir í húsnæðismálum voru teknar úr öllu efnahagslegu samhengi. Það var mjög dýr lexía íslenskri þjóð. Það skiptir miklu máli að ákvarðanir sem eru teknar í velferðarráðuneyti, svo dæmi séu tekin, sem hafa áhrif á efnahagslega velsæld okkar næstu árin séu í samhengi við efnahagsáætlunina." Í þeim efnum nefnir Árni sem dæmi húsnæðismál. Fjölmargir þættir hafi áhrif á þann málaflokk. „Framboð á lóðum tengist beint heildarsýn um valkosti í húsnæðismálum og eins lánaframboð. Allt tengist þetta því að við þurfum fjármálamarkað sem gerir okkur kleift að byggja upp þann húsakost sem við þurfum. Það þarf að greiða úr óvissuþáttum og koma í veg fyrir að ákvarðanir sem hafa mjög mikla efnahagslega þýðingu, eins og til dæmis vextir Íbúðarlánasjóðs og hámark veðsetningarhlutfalla, séu teknar í samhengi við efnahagsstefnuna að öðru leyti." Agi í ríkisfjármálumRáðherra segir það grundvallarforsendu efnahagslegrar velsældar á næstu árum að jöfnuður náist í ríkisfjármálum. Halda verði áfram á þeirri braut sem þegar hafi verið mörkuð um aga í ríkisfjármálum og hvergi megi hvika frá markmiðum um jöfnuð árið 2014. „Það er ekki vegna þess að okkur langi til að skera niður. Það er vegna þess að ef ríkið er með ósjálfbæra skuldastöðu þá mun það til langframa þurfa að afla sér fjár á innlendum lánamörkuðum og ryðja burt fyrirtækjum og heimilum. Vaxtastig fyrirtækja og heimila verður þá allt of hátt. Ef ríkið er í samkeppni við fyrirtækin og heimilin um peninga, þá verður óbærilegt að búa á þessu landi." Árni Páll segir þau lönd sem best koma út úr núverandi erfiðleikum séu þau sem voru minnst skuldsett áður en til þeirra kom. Þau hafi getað nýtt ríkissjóð til sveiflujöfnunar. „Þess vegna skiptir svo miklu máli að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014 og halda síðan hratt áfram að greiða niður skuldir til þess að ríkið geti komið sér sem fyrst af hættusvæðinu og við stöflum ekki ósjálfbærri skuldastöðu upp langt fram í tímann." Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. „Við höfum á vissan hátt lært ný vinnubrögð af samvinnunni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Hann setti upp plan til nokkurra ára með mælanlegum markmiðum til skamms tíma í senn. Reglulega komu út skýrslur frá starfsmönnum sjóðsins þar sem árangurinn var metinn og jafnhliða var gengið frá viljayfirlýsingu fyrir næsta áfanga og tilgreint hvað gera ætti í framhaldinu. Um íslenska stjórnsýslu má kannski nota þá lýsingu sem góður maður hafði eitt sinn um norska landsliðið í fótbolta; að það væri eins og leikmennirnir væru að spila hver í sínum firði. Ágallinn við kerfi íslenskrar stjórnskipunar hefur verið sá hve auðvelt hefur verið að standast þrýsting um samstilltar aðgerðir. Að þessu leyti náðist mikill árangur í samstarfinu við AGS. Þó svo menn hefðu ólíkar skoðanir á samstarfinu sem slíku þá unnu öll ráðuneytin að þeim markmiðum sem við settum okkur í samvinnu við sjóðinn." Árni segir að samstarfið hafi tryggt flæði upplýsinga þvert á ráðuneyti og fólk hafi farið að skynja sig sem hluta af heild. „Nú þegar samstarfinu lýkur megum við ekki fara aftur í gamla kreppta hagstjórnarkerfið. Að breyta því er mikilvægt fyrir hagvöxt til næstu ára. Við getum auðvitað gert þetta eins og svo oft hefur verið gert; að byggja velsæld á stórfelldri erlendri skuldsetningu með tilheyrandi afdrifaríkum afleiðingum fyrir efnahagslegan stöðugleika og gengisþróun. Það viljum við ekki gera, við viljum koma á stöðugleika og höfum einstakt tækifæri núna til að breyta stjórnsýslunni." Skortur á gagnrýniEfnahags- og viðskiptaráðuneytinu var falið að vinna efnahagsáætlun í samvinnu við önnur ráðuneyti. Hún verður endurskoðuð í febrúar og reglulega í kjölfarið. Árni Páll vonast til þess að heildarumgjörð hagstjórnarinnar batni í kjölfarið. „Til þess þarf að styrkja innviðina hér í ráðuneytinu til að við ráðum við þetta verkefni. Hins vegar er líka mjög æskilegt að hafa hlutlausa stofnun sem endurmetur þessi verk okkar, eins og aðrar forsendur í þjóðlífinu. Hún væri í ætt við Þjóðhagsstofnun sálugu, en þarf hvorki að bera sama heiti né vera eins upp sett. Það vantar sjálfstæða stofnun sem getur gagnrýnt okkar verk og okkar árangur eins og allra annarra." Árni Páll segir mikilvægt að hvetja til opinnar gagnrýni á verk stjórnvalda. Engin leið sé að lofa því að þau verk sem tiltekin séu í áætluninni standist á réttum tíma. Unnið verði að því að það náist í samvinnu við fagráðuneytin, en ómögulegt sé að lofa niðurstöðunni. Mikilvægast sé þó að setja mælanleg markmið. „Það að setja mælanleg markmið þýðir að við þurfum að svara fyrir það ef við náum þeim ekki. Það er mikilvæg nýbreytni fyrir stjórnvöld að setja mælanleg markmið um árangur og þurfa að svara fyrir; af hverju var þetta ekki gert, hver eru rökin fyrir því? Ástæðan fyrir hagstjórnarmistökunum á árunum fram til 2008 var að stærstum hluta að menn forðuðust alla gagnrýna umræðu um eigin verk. Vandaðri gagnrýni á óábyrgar skattalækkanir, til dæmis á árunum upp úr 2003, var ýtt út af borðinu. Þá voru skattar lækkaðir langt umfram það sem samræmdist ríkisrekstri í meðalári og ekkert hlustað á gagnrýni." Útflutningsdrifinn hagvöxturTiltekin verkefni er að finna í efnahagsáætluninni og Árni Páll segir að þeim muni fjölga í næstu endurskoðun. Um viðvarandi verkefni sé að ræða. „Uppleggið er að við ætlum að byggja velsæld næstu áratuga á öðru módeli en hingað til hefur verið gert. Í stað eftirspurnardrifins hagvaxtar, sem keyrður var áfram, annars vegar með skuldsetningu ríkissjóðs lengi framan af og hins vegar með stórkostlegum orkuframkvæmdum með milligöngu ríkisins, viljum við byggja efnahaginn á sjálfbærum, útflutningsdrifnum hagvexti. Við viljum reyna að örva aðrar útflutningsgreinar en við höfum nú þegar." Árni Páll segir það ekki vera vegna lítils trausts á þær greinar sem fyrir eru. Hins vegar þurfi að auka afkastagetuna í hagkerfinu. „Við sjáum það í kjölfar hrunsins að það er óþægilega lítil aukning í útflutningi miðað við þær góðu aðstæður sem eru í hagstæðu raungengi. Það segir okkur að þær greinar sem við byggjum á eru mjög náttúruháðar, bæði sjávarútvegur og orka. Við þurfum að byggja upp fleiri greinar sem geta vaxið ótakmarkað. Það eru þær greinar sem byggja á þekkingu og geta skapað virðisauka og betur launuð störf í ríkari mæli, auk fjölbreyttari starfa í ferðaþjónustu." Samvinna ráðuneytaFjölmörg mál eru þannig vaxin að þau snerta mörg ráðuneyti. Árni Páll segir að með efnahagsáætluninni náist utanumhald um slík verkefni. Slíkt hafi lengi skort. „Við höfum dæmi í aðdraganda hrunsins þegar ákvarðanir í húsnæðismálum voru teknar úr öllu efnahagslegu samhengi. Það var mjög dýr lexía íslenskri þjóð. Það skiptir miklu máli að ákvarðanir sem eru teknar í velferðarráðuneyti, svo dæmi séu tekin, sem hafa áhrif á efnahagslega velsæld okkar næstu árin séu í samhengi við efnahagsáætlunina." Í þeim efnum nefnir Árni sem dæmi húsnæðismál. Fjölmargir þættir hafi áhrif á þann málaflokk. „Framboð á lóðum tengist beint heildarsýn um valkosti í húsnæðismálum og eins lánaframboð. Allt tengist þetta því að við þurfum fjármálamarkað sem gerir okkur kleift að byggja upp þann húsakost sem við þurfum. Það þarf að greiða úr óvissuþáttum og koma í veg fyrir að ákvarðanir sem hafa mjög mikla efnahagslega þýðingu, eins og til dæmis vextir Íbúðarlánasjóðs og hámark veðsetningarhlutfalla, séu teknar í samhengi við efnahagsstefnuna að öðru leyti." Agi í ríkisfjármálumRáðherra segir það grundvallarforsendu efnahagslegrar velsældar á næstu árum að jöfnuður náist í ríkisfjármálum. Halda verði áfram á þeirri braut sem þegar hafi verið mörkuð um aga í ríkisfjármálum og hvergi megi hvika frá markmiðum um jöfnuð árið 2014. „Það er ekki vegna þess að okkur langi til að skera niður. Það er vegna þess að ef ríkið er með ósjálfbæra skuldastöðu þá mun það til langframa þurfa að afla sér fjár á innlendum lánamörkuðum og ryðja burt fyrirtækjum og heimilum. Vaxtastig fyrirtækja og heimila verður þá allt of hátt. Ef ríkið er í samkeppni við fyrirtækin og heimilin um peninga, þá verður óbærilegt að búa á þessu landi." Árni Páll segir þau lönd sem best koma út úr núverandi erfiðleikum séu þau sem voru minnst skuldsett áður en til þeirra kom. Þau hafi getað nýtt ríkissjóð til sveiflujöfnunar. „Þess vegna skiptir svo miklu máli að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014 og halda síðan hratt áfram að greiða niður skuldir til þess að ríkið geti komið sér sem fyrst af hættusvæðinu og við stöflum ekki ósjálfbærri skuldastöðu upp langt fram í tímann."
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira