Deila um dagsektir 8. nóvember 2011 08:00 Brennt Umhverfisstofnun hefur lengi krafist úrbóta í mengunarmálum í Eyjum. Því hefur nú verið mætt undir hótunum um sviptingu starfsleyfis.fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí. Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að sveitarfélagið hafi uppfyllt kröfur UMST áður en dagsektir byrjuðu að reiknast. Í ákvörðunarorðum stofnunarinnar í bréfi um dagsektir og takmörkun á starfsleyfi hafi aðeins verið tiltekið að magn ryks í útblæstri skuli vera innan losunarmarka starfsleyfis. Því hafi verið fullnægt. Sektirnar snúi því að mengun í úrgangsvatni sem ekkert sé minnst á í ákvörðunarorðunum þar sem sveitarfélaginu er gert að greiða dagsektir. Tekið skal fram að í sama bréfi UMST er nákvæmlega farið yfir alla mengunarþætti, þar á meðal í niðurstöðukafla um þvingunarúrræði. Annað álitaefni er til hversu margra daga dagsektirnar eigi að ná. Ólafur Þór segir að stöðin sé aðeins í gangi nokkra daga í mánuði og dagsektirnar geti aðeins náð til þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá UMST stendur ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir, en verið er að yfirfara rök sveitarfélagsins fyrir því að sektirnar skuli falla niður. Haldi rök UMST ber sveitarfélaginu að greiða sekt sem nemur í dag um 4,4 milljónum króna, að því er næst verður komist. Sektarupphæðin er núna 40 þúsund krónur á dag en var lægst 25 þúsund í 61 dag í sumar en hæst 50 þúsund í tíu daga. Sorpbrennslan í Eyjum starfaði árum saman án þess að uppfylla skilyrði starfsleyfis um mengunarvarnir. Allt frá því árið 2004 sýndu mælingar að magn ryks í útblæstri var langt yfir leyfilegum losunarmörkum. Það sama átti við um mengun í úrgangsvatni. Í byrjun árs 2011 sendi UMST Vestmannaeyjabæ bréf um að til stæði að svipta sorpbrennsluna starfsleyfi, enda var bærinn áminntur í maí árið áður og úrbóta krafist. UMST ákvarðaði síðan í maí að leggja dagsektir á sveitarfélagið frá 1. júní [frestað til 1. júlí] til 1. desember. Á undanförnum mánuðum hefur rykmengun náðst niður í skekkjumörk starfsleyfis og því grundvallast dagsektir á mengun í úrgangsvatni. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira